Í fyrirlestrinum förum við yfir vinnuumhverfi sölustjórnandans og ræðum drifkrafta í sölu og þjónustu til viðskiptavina. Við munum skoða ákjósanlega leið til að vinna að umbótum á sölustjórnun og ræða leiðir til að virkja sölumenningu innan fyrirtækja.