- This event has passed.
Að vera góður eigin leiðtogi (Self-Leadership)
29. mars 2023 @ 09:00 - 09:45
Það að vera góður eigin leiðtogi er lykill að árangri, jafnt í vinnu og einkalífi.
Fyrir þau sem eru, eða vilja komast í stjórnendastöður er þetta einnig algjört lykilatriði því Self-Leadership er lykill að því að vera góður leiðtogi fyrir aðra og leiðtogi árangurs.
Hugmyndafræði “Self-Leadership” er enstaklega gagnleg til að auka árangur og ánægju, í einkalífi og starfi – og fyrir þau sem eru í stjórnendastöðum til að verða enn betri stjórnandi, leiðtogi annarra og leiðtogi árangurs.
Á Dokkufundinum mun Herdís Pála fjalla um helstu grunnatriði Self-Leadership hugmyndafræðinnar og deila með okkur nokkrum æfingum og greiningum sem hægt er að gera á sjálfum sér til að bæta sjálfsþekkingu, taka betri ákvarðanir, auka áhrif sín og styrkja það að vera góður eigin leiðtogi.
Hver verður með okkur?
Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi, stjórnunarráðgjafi, stjórnendaþjálfi
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.