Samtalið sem oft er svo erfitt! Á þessum Dokkufundi reynum við að gera það auðveldara og árangursríkara.
Þátttakendur fá innsýn í hvernig veita má uppbyggilegt og leiðbeinandi samtal sem styður við faglegan vöxt og eflir traust á milli stjórnanda og starfsmanns. Farið verður yfir hvernig slík endurgjöf getur orðið virkt samtal frekar en einhliða mat, með áherslu á hlustun, skýra tjáningu, spurningar og hvetjandi nálgun. Efnistök byggja á hagnýtum aðferðum og dæmum úr daglegu starfi stjórnenda.
Pála er stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie. Hún er reynslumikill stjórnandi úr fjölbreyttum atvinnugreinum svo sem tryggingum, fjármálum, flutningum og þjónustu. Undanfarin ár hefur hún mest þjálfað stjórnendur í leiðtogafærni með góðum árangri.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.