Við hefjum Dokkufundaröð – sennilega 7 fundir – um öryggis, heilsu og umhverfismál á vinnustöðum. Hann Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri OR ætlar að vera okkur innan handar með að stilla upp áhugaverðu efni sem tengist þessum sviðum og við byrjum hér:
Hvernig það að setja skýra stefnu í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum, nýtist til að fá starfsfólk til þátttöku auk þess að velja og styðja réttu aðgerðirnar til að gera vinnustaðinn öruggari fyrir fólk og umhverfi.
Reynir Guðjónsson, öryggisstjóri OR
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.