- This event has passed.
Að taka stjórnina: Öryggisávinningur þess að taka af skarið
12. desember @ 09:00 - 09:45

Að undanförnu höfum við verið með fjölmarga Dokkufundi um gervigreind frá margvíslegum sjónarhólum – en núna er komið að öryggismálunum í tengslum við gervigreindina.
Heiðar Eldberg frá APRÓ mun fara yfir sína reynslu af því hvernig best er fyrir fyrirtæki og stofnanir að sitja við stjórnvölinn, í öruggri innleiðingu gervigreindar.
Hver verður með okkur?
Heiðar Eldberg Eiríksson hjá APRÓ
Heiðar hefur áratugareynslu úr ýmsum störfum innan tæknigeirans svo sem hjá CCP Games, Controlant og núna hjá APRÓ þar sem Heiðar er teymisleiðtogi. Hans sérhæfing er nútímavæðing- og flutningar kerfa og hagnýting skýjatækni.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.