Á Dokkufundinum fáum við innsýn í umsóknar- og ráðningarferlið þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Ferlið er margslungið og að mörgu þarf að hyggja þegar sótt er um störf þar. Gagnsæ og vönduð vinnubrögð eru afar mikilvæg í opinberum ráðningum. Við fáum að skyggnast inn í valferlið og hvernig staðið er að mati á umsóknum, hvað skiptir máli í framsetningu umsóknargagna, hlutverki hæfniskrafna og hvernig haga megi undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl.
Geirlaug Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Geirlaug hefur starfað við ráðningar og mannauðsráðgjöf hjá Hagvangi sl. 10 ár og komið að fjölmörgum ráðningum hjá hinu opinbera, bæði ríki og sveitarfélögum og jafnframt starfað með hæfnisnefndum.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.