Notkun spunagreindar (GenAI) – úr tilviljanakenndu spjalli í löggeng, prófuð og endurskoðanleg verkflæði.

Á þessum Dokkufundi fáum við að heyra um innleiðingu gervigreindarlausna, t.a.m hjá Abler og hvernig fyrirlesari dagsins, Jóhann Haukur, leggur áherslu á uppbyggingu kerfa, þar sem gervigreind lýtur ströngum prófunum og gæðaeftirliti með sjálfbætandi endurgjöf. Hann nýtir aðferðafræði sem breytir notkun spunagreindar (GenAI) úr tilviljanakenndu spjalli í löggeng, prófuð og endurskoðanleg verkflæði.
Markmið hans er að gera niðurstöður gervigreindar rekjanlegar og öruggar, þannig að verðmæt þekking varðveitist og vaxi í stað þess að glatast í spjallþráðum.
Hver verður með okkur?
Jóhann Haukur Gunnarsson, kerfisarkitekt og höfundur Architects of Intent.
Jóhann vinnur á mótum tækni og stjórnunar, með áherslu á hagnýta gervigreind.
Jóhann býr að víðtækri reynslu úr tæknigeiranum, hefur yfir tveggja áratuga reynslu af hönnun flókinna kerfa í kröfuhörðu umhverfi, svo sem í fjármálatækni, þar sem ekkert má út af bregða.
Hann hefur starfað hjá leiðandi fyrirtækjum á borð við Ripple, CCP, Meniga og Wuxi NextCode.
Hæfniþættir
Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist
- hæfniflokki WEF sem kallast Tæknileg hæfni (e. Technology skills). Undir þann hæfniflokk falla m.a. hæfniþættirnir
- Tæknilæsi
- Gervigreind og gagnagnótt
- Forritun
- Hönnun og notendaupplifun
- hæfniflokki McKinsey sem kallast Stafræn hæfni (e. Digital). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Stafræn færni og notkun
- Notkun og þróun hugbúnaðar
- Skilningur á stafrænum kerfum
Hvar verðum við
Á vefnum – í Teams