fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Menningarnæmi og menningarfærni – ómissandi tól í samfélagi margbreytileikans

24. mars 2023 @ 09:00 - 09:45

Stórfelld fjölgun innflytjenda, erlendra ferðamanna og aukin samskipti við fólk úr annarri menningu en íslenskri, m.ö.o. menningarlegur margbreytileiki verður sífellt áleitnari veruleiki á Íslandi og kallar á ný viðhorf og hegðun í samskiptum. Nú er fimmti hver starfandi á vinnumarkaði, einstaklingur af erlendum uppruna. Ólík tungumál, mismunandi gildi, ólíkur skilningur, annarskonar vinnumenning, tungumálaörðugleikar og fordómar eru aðeins brot af þeim óteljandi áskorunum, sem fylgja fjölþjóðlegum vinnustöðum.

Í Dokkufundinum verður rýnt í nýjar áskoranir, sem fylgja menningarlegum margbreytileika og vægi  heimafólks í að takast farsællega á við þessar breyttu aðstæður.  Til þess þurfum við nýjan kompás og næmari sónar en hugtökin ‚menningarnæmi‘ og ‚menningarfærni‘ eru þungavigtartól í því sambandi. Í fyrirlestrinum verða  hugtökin kynnt og krufin og sýnt fram á vægi þeirra í að virkja kraftinn, sköpunina og dýnamíkina, sem býr í margbreytileikanum og um leið hvernig draga má úr árekstrum, jaðarsetningu og útilokun þeirra sem ekki tilheyra meginstraumnum. Að lokum verða þessi hugtök rædd m.t.t. félagslegar þróunar íslensks samfélags.

Hver verður með okkur?

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Mirru, fræðslu-, rannsókna-, ráðgjafarmiðtöðvar

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
24. mars 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.