fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Meðvirkni er raunverulegur vandi á vinnustöðum

22. október @ 09:00 - 09:45

Er meðvirkni á þínum vinnustað? Þá ættirðu að mæta á þennan spennandi viðburð hjá Dokkunni.

Meðvirkni á vinnustað getur leynst í hinum ýmsu skúmaskotum og þrífst oft ágætlega innan fyrirtækja án þess að starfsfólk eða stjórnendur geri sér grein fyrir því. Meðvirkni er ólíkindatól sem getur tekið á sig fjölmargar birtingamyndir og það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna meðvirknimynstur skapast á vinnustaðnum.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi, ráðgjafi og þjálfari hjá SAGA Competence hefur sérhæft sig í því að þjálfa starfsfólk og stjórnendur í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og í fyrirlestrinum ætlar hún að deila með okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hún kíkir á það hvernig meðvirkni birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk, menninguna og árangur fyrirtækisins, auk þess sem hún kynnir okkur fyrir ýmsum leiðum til að taka á meðvirkum aðstæðum á vinnustað.

Hver verður með okkur?

Sigríður Indriðadóttir hjá SAGA Competence 

Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi að mennt og býr yfir áralangri reynslu og þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður stýrði mannauðsmálum hjá Mosfellsbæ, Mannviti og  Íslandspósti ásamt því sem hún þjálfaði fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í flóknum og umfangsmiklum stjórnunarverkefnum sem meðal annars hafa falist  í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu. Hún er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glímir við í sínum störfum. Sigríður vinnur markvisst með heildstæða árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks og styður þannig fyrirtæki og starfsfólk í að skrifa sína eigin SÖGU.

Hvar verðum við?

Á vefnum

Þú færð sendan tengil á Dokkufundinn um miðja dag, daginn fyrir fundinn. Mikilvægt er að vera skráður tímanlega til að fá tengilinn sendan.

Upplýsingar

Dagsetn:
22. október
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.