Hvað er markþjálfun – hvernig má lýsa þessu fagi sem rutt hefur sér til rúms á Íslandi á undanförnum árum?
Markþjálfun má lýsa á þennan hátt:
Markþjálfun er hnitmiðuð þjálfun fyrir fólk sem sækist eftir því að ná einhverju ákveðnu markmiði. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér markþjálfun. Þessi gerð af þjálfun inniheldur regluleg viðtöl og getur kallað á endurröðun viðhorfs, gilda, og hegðunar hjá þeim sem þjálfunin beinist að. Þjálfunin getur t.d. snúist um að byggja upp betri samstarfshópa innan fyrirtækja, um að ná persónulegum markmiðum, eða um að byggja upp heilbrigðari lífstíl. (Wikipedía)
Á Dokkufundinum, sem fór fram á vefnum, hjálpaði Gestur Pálmason ykkur að staðsetja ykkur í núverandi aðstæðum með aðstoð þroskahjólsins, koma með nokkrar góðar og áhrifaríkar spurningar til ykkar eins og góðum markþjálfa er einum lagið og velta upp hvert þær geta farið með okkur – eða gert fyrir okkur.
Hvar?
Skráðu þig á Dokkufundinn og þú færð sendan tengil til að horfa á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – smellir á “Afskrá mig af þessum fundi” hér fyrir neðan skráningarformið.