- This event has passed.
Hvert ætlar þú að horfa í sumar?
12. maí 2023 @ 09:00 - 10:00
Hvernig ætlar þú að nýta sumarið til að efla þig og hlaða batteríin með víðsýnu hugarfari?
Hver er þín faglega framtíðarsýn og hvernig getur þú notað sumarið fyrir þig?
«Því nú er sumar, sumar, sumar og sól» söng Ómar Ragnarsson. Sumarið er tíminn sem mörg okkar hlaða batteríin eftir mjög annasaman og kaldan vetur.
Við tökum frá tíma fyrir samveru með fjölskyldu og vinum. En hvað með okkur sjálf, hvað er það sem eflir þig, hleður þín batterí þannig að þú komir til baka í vinnuna endurnærð(ur) á líkama og sál og tilbúinn að klífa fjallið sem vinnan er?
Í þessum Dokkufundi er fjallað um þann ávinning fyrir andlega líðan manneskjunar að fara út í náttúruna og nýta alls þess sem hún hefur upp á bjóða. Sama hvernig veður er! Hvaða hugarfar er gott að hafa til þess að láta ekki afskanirnar ná yfirhöndinni. Farið verður yfir rannsókn í þessum efnum sem sýnt hefur fram á jákvæð tengsl á milli vellíðunar og veru í náttúrunni. Hvernig einstaklingar sem þjást af mikilli streitu hafa minnkað streitu í lífi sínu með veru í náttúrunni.
Farið verður yfir hvaða möguleikar eru til þess að samtvinna sumar tímann og þína eigin faglegu framtíðarsýn með víðsýnu hugarfari.
Hver verður með okkur?
Anna maría Þorvaldsdóttir, stjórnendaþjálfi, leiðtogaþjálfi, ráðgjafi og fjallageit
Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins.
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams