- This event has passed.
Hvernig markviss endurgjöf skilar árangri
19. september @ 09:00 - 09:45
Þeir stjórnendur sem ná mestum árangri með teymin sín eru með háar væntingar til fólks og líta á endurgjöf sem leið til að lyfta upp og styðja. Stjórnendur mikla hins vegar oft fyrir sér að láta starfsfólk bera ábyrgð á sínu og upplifa stundum að þeir séu óþarflega óvægnir ef þeir eru með kröfur eða setja skýr mörk. Það er hins vegar alveg hægt að gefa fídbakk án þess að vera leiðinlegur eða detta í micromanagement (sem flestir vilja forðast).
Á Dokkufundinum fáum við kynnast nokkrum verkfærum sem við getum notað til að gefa markvissa og árangursríka endurgjöf.
Hver verður með okkur?
Ásdís Eir Símonardóttir, stjórnendaráðgjafi og ástríðukona um vinnustaðamenningu sem skapar árangur
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.