Fjöldi fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir innleiðingu jafnlaunastaðals 85/2012 um þessar mundir. Í mörgum tilfellum er lítil eða engin reynsla af innleiðingu gæðastaðals fyrir hendi á meðan kröfur jafnlaunastaðalsins til kerfisbundinnar skráningar eru umtalsverðar. Í staðlinum er m.a. gerð krafa um skráningu á þekkingu og hæfni starfsfólks auk þess sem öll gæðaskjöl og skrár er varða innleiðingu, jafnlaunakerfið sjálft og ákvarðanir stjórnenda varðandi launasetningu skulu skráðar ásamt fjölda annarra skráa. Upplýsingar um þekkingu starfsfólks eiga samkvæmt staðlinum að fela í sér leitarbæra skráningu menntunar, þjálfunar og reynslu starfsfólks. Í þessu erindi er fjallað um þær áskoranir sem innleiðing jafnlaunastaðals hefur í för með sér og reynt að tengja efnið sem best við raunverulega reynslu og dæmi svo það nýtist beint í starfi.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.