- This event has passed.
Hvaða atvinnutækifæri leynast í sjávarútvegi? Í samstarfi við KIS
17. maí 2023 @ 09:00 - 10:00
Sjávarútvegur hefur lengi verið ein af okkar undirstöðuatvinnugreinum. Miklar breytingar hafa orðið á störfum í greininni, aukin tæki og fjölbreyttari þekkingarkröfur hafa kallað á fjölbreyttari samsetningu starfamannahópsins. Atvinnutækifærin í greininni eru því fleiri og fjölbreyttari en nokkru sinni.
Á Dokkufundinum fáum við innsýn í þau tækifæri sem leynast í sjávarútvegi og þá kannski sérstaklega fyrir konur en núna eru um 17% starfsfólks í greininni konur.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við Félag kvenna í sjávarútvegi
Félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 af hópi kvenna sem fann fyrir þörf á aukinni tengingu, samstarfi og eflingu kvenna í greininni. Það er markmið félagsins að gera konur sýnilegri bæði innan sjávarútvegsins og utan hans og að fá fleiri konur til liðs við okkur í sjávarútveginum.
Hverjar verða með okkur?
Margrét Kristín Pétursdóttir, formaður KIS og forstöðumaður gæðamála hjá Vísi í Grindavík – og fl. konur frá KIS
Hvar verðum við?
Á vefnum – í Teams