Á Dokkufundinum verður farið yfir hvernig og hvers vegna Reykjavíkurborg valdi Viva Engage sem innri samfélagsmiðil. Við fáum innsýn í þarfagreininguna sem lá til grundvallar ákvörðuninni, hvernig innleiðingin hefur verið útfærð, hvernig hefur gengið og hvaða lærdómur hefur fengist hingað til.
Einnig lítum við til framtíðar og skoðum hvernig lausnin tengist stærri sýn borgarinnar um stafræna umbreytingu á mannauðslausnum og innri kerfum.
Á vefnum – á Teams