Á Dokkufundinum verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði á sviði jákvæðra samskipta og það hvernig starfsfólk getur byggt upp tengsl, skapað traust og ánægju meðal viðskiptavina með því að veita góða þjónustu, í stafrænum heimi – náð í gegn.
Áhersla er lögð á þá þætti sem gera þjónustu góða, þ.e. að þekkja og uppfylla þarfir viðskiptavina, skapa jákvæða upplifun, fara framúr væntingum og einnig komið inná mikilvægi þjónustumenningar á vinnustaðnum.
Elísabet Sveinsdóttir, markaðskona og einn af forsprökkum Á allra vörum
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.