fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Gróskuhugarfar og jákvæðar tilfinningar

19. apríl 2023 @ 09:00 - 09:45

Í erindinu er fjallað um hugarfar grósku og leiðir til að tileinka sér það, og ávinning þess að rækta markvisst með sér jákvæðar tilfinningar.

Hugarfar okkar hefur mikil áhrif á hvernig við tökumst á við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Grósku hugarfar (e. Growth mindset) einkennist af því viðhorfi að vinnusemi og seigla skipti sköpum í árangri; að við getum vaxið og lært af reynslunni og tekið þannig framförum. Með því að tileinka okkur hugarfar grósku ráðum við betur við mótlæti, við verðum tilbúnari til að takast á við áskoranir og breytingar, framsýnni og meira skapandi en ef svokallað fastheldið hugarfar (e. fixed mindset) er ríkjandi.

Þá sýna æ fleiri rannsóknir fram á mikilvægi og ávinning þess að rækta markvisst jákvæðar tilfinningar. Þá auka jákvæðar tilfinningar hugræna getu okkar, gera okkur lausnamiðaðri, bæta líkamlega virkni og hæfni okkar til að takast á við áskoranir.

Með réttu tækin og tólin er á færi allra, sem áhuga hafa, að tileinka sér bæði hugarfar grósku og að ýta markvisst undir jákvæðar tilfinningar hjá sér.

Hver verður með okkur?

Sóley Kristjánsdóttir, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. apríl 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.