Sjálfbærni og loftslagsmál hafa átt undir högg að sækja á undanförnum mánuðum bæði hér á landi sem og erlendis. Slíkt má m.a. rekja til breyttra áherslna í alþjóðamálum, aukinnar óvissu um lagakröfur auk þess sem ákveðinnar þreytu er farið að gæta í atvinnulífinu og hjá almenningi gagnvart málaflokknum. Á sama tíma er verð á raforku að hækka, öfgar í veðurfari og tíðni tjóna sökum þess að aukast sem og kröfur frá fjármálastofnunum um bætta upplýsingagjöf. Þessu fylgir tilheyrandi kostnaðarauki og áhætta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem að öllu óbreyttu mun halda áfram að vaxa.
Í fyrirlestrinum, mun Gunnar m.a. ræða hvernig stór sem smá fyrirtæki geta undirbúið sig og jafnvel snúið vörn í sókn með því að uppfæra viðskiptamódel til að skapa virðisauka og auka rekstrarhagkvæmni.
Gunnar Sveinn Magnússon, Partner and Head of Sustainability & Climate at Deloitte Iceland, and part of the Nordic Leadership Team
Á vefnum í Teams