Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað þarf til svo að vinnustaðir verði frískir til framtíðar og hafi áhugasamt og ánægt starfsfólk innan sinna raða. Einnig verður rætt um hvaða árangri það skilar að efla leiðtogann í sjálfum sér og hjá starfsfólki sínu, þau áhrif sem fjarvistir hafa á starfsfólk, starfsandann, starfsánægju og kostnað.