Á Dokkufundinum verður farið yfir helstu áskoranir í jafnréttismálum sem birtast í fyrirtækjamenningu byggt á vinnu ráðgjafa Empower í verkefninu Jafnréttisvísir. Þau hafa tekið yfir 250 viðtöl og haldið vinnustofur með yfir 2400 manns þar sem áskoranir í jafnréttismálum fyrirtækja og stofnana eru rædd. Þórey ætlar að deila þessum áskorunum og einnig að fara yfir hvaða leiðir eru færar til þess að takast á við þessar áskoranir. Einnig mun hún fara yfir það hvernig Covid 19 gæti verið bakslag í jafnréttismálum og mikilvægi þess að vera á varðbergi á þessum víðsjárverðu tímum. Við ætlum líka að skoða það að Í öllum áskorunum felast tækifæri og það á einnig við um jafnrétti!
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.