fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hvernig er menningin á þínum vinnustað?

19. nóvember 2020 @ 08:30 - 09:15

Á Dokkufundinum verður farið yfir helstu áskoranir í jafnréttismálum sem birtast í fyrirtækjamenningu byggt á vinnu ráðgjafa Empower í verkefninu Jafnréttisvísir. Þau hafa tekið yfir 250 viðtöl og haldið vinnustofur með yfir 2400 manns þar sem áskoranir í jafnréttismálum fyrirtækja og stofnana eru rædd. Þórey ætlar að deila þessum áskorunum og einnig að fara yfir hvaða leiðir eru færar til þess að takast á við þessar áskoranir. Einnig mun hún fara yfir það hvernig Covid 19 gæti verið bakslag í jafnréttismálum og mikilvægi þess að vera á varðbergi á þessum víðsjárverðu tímum. Við ætlum líka að skoða það að Í öllum áskorunum felast tækifæri og það á einnig við um jafnrétti!

Hver?

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé

Þórey er stofnandi og eigandi EMPOWER, alþjóðlegs ráðgjafafyrirtækis á sviði jafnréttismála. Þar áður var hún partner og ráðgjafi í stefnumótun og stjórnun hjá Capacent. Hún sérhæfði sig þar í jafnréttismálum og í aðferðafræði Design Thinking sem hún kenndi einnig við Opna Háskólann í HR ásamt því að halda fjölda námskeiða og fyrirlestra.
Þórey býr yfir 20 ára reynslu af fyrirtækjarekstri, stjórnun og stefnumótun. Hún situr í stjórn Íslandsnefndar UNwomen og er einn af stofnendum V-dagsins á Íslandi (V-day), samtök sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Hún hefur einnig reynslu úr stjórnsýslu og stjórnmálum sem fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Hún er með Bs. í viðskiptafræði frá HÍ með áherslu á alþjóðaviðskipti og MBA frá HR og CEIBS viðskiptaháskóla Sjanghæ í Kína. Hún er einnig mikil útivistarkona og hefur ma. synt yfir Ermasundið með Marglyttunum og þverað Vatnajökul með Snjódrífunum.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.

 

Details

Date:
19. nóvember 2020
Time:
08:30 - 09:15
Event Category:

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.