Er eitthvað af þessum hugsunum að heimsækja þig reglulega:
Sjálfsniðurrif, sjálfsásökun og sjálfsfordæming eru megineinkenni þess að eiga óheilbrigt samband við sjálfan sig, sem jafnframt er ein af meginrótum kvíða, þunglyndis, síþreytu, krónískra verkja og almennrar vanlíðunar.
Við getum ekki verið heilbrigð og frjáls ef við stundum sjálfsofbeldi í formi neikvæðs sjálfsniðurrifs
Á Dokkufundinum fer Sara yfir tegundir og birtingarmyndir sjálfsofbeldis (niðurrif, sjálfsásakanir, og sjálfsfordæmingar) og leiðbeinir okkur um hvernig við getum stöðvað þessa hugsanir og ferðið í að byggja okkur upp á jákvæðan og heilbrigðan máta í staðinn.
Í lok fundarins leiðir Sara okkur í himneska hugleiðslu og slökun þar sem hugurinn verður endurforritaður til að stunda jákvæða sjálfsuppbyggingu í stað niðurrifs.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.