- This event has passed.
Er gervigreindin að taka yfir heiminn? (Ekki óttast, þetta er bara fyrirlestur)
23. mars 2023 @ 09:00 - 09:45
Er framtíðin komin með hjálp gervigreindar? Markmiðið með fundinum er að veita þeim sem hann sitja innblástur og hugmyndir hvernig hægt er að nýta aðgengileg gerivgreindartól. Við skoðum hvernig gervigreindun hjálpaði til við að framleiðslu á markaðsherferð og skyggnumst til framtíðar.
- Hvernig virkar gervigreind og hvað er undir húddinu? Á hverju byggir Chat-GPT, DALL-E og önnur open AI tól.
- Við stiklum á stóru yfir nýlega markaðsherferð Advania sem framleidd var með hjálp gervigreindar, hvernig framleiðsluferlinu var háttað og hver lærdómskúrvan var. Eru tólin sem notuð voru fyrir tæpum 2 mánuðum orðin úreld? Og hvað nú?
- Hvernig talar maður við gervigreind og skilur hún mann alltaf? Algeng mistök og lærdómur. Hvaða möguleikar opnast þegar Chat-GPT4 er farin að skilja íslensku?
- Hlutirnir gerast hratt og við sjáum nýjungar skjóta upp kollinum nánast daglega. Er of seint að byrja núna, er ég búin að missa af lestinni?
Hverjr verða með okkur?
- Auður Inga Einarsdóttir, markaðsstjóri Advania
- Viðar Pétur Styrkársson, vörustjóri spjallmenna hjá Advania og meistarnemi í Gervigreind
- Tryggvi Elínarson, tækniþróunarstjóri Datera
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.