- This event has passed.
Geðheilbrigðir stjórnendur; verkefna- og teymisstjórar ekki undanskildir
17. október @ 09:00 - 09:45
Með fyrirlestrinum er markmiðið að auka vitund og skilning viðstaddra á geðheilbrigði á vinnustað og vekja þau til forvitni um leiðir til að byggja upp færni og sjálfstraust til að taka átt í innihaldsríkum samtölum um andlega líðan við sitt starfsfólk.
Áhersla er lögð á þátt stjórnenda í því að stuðla að opinskárri umræðu um andlegt heilbrigði á vinnustöðum og vekja til umhugsunar um þær leiðir sem þau geta farið til að leiða teymi sín með samkennd og árangur að leiðarljósi.
Fjallað verður stuttlega um einkenni og birtingarmyndir geðvanda á vinnustöðum og leiðir sem við getum notað til að bera kennsl á, bregðast við og styðja við starfsfólk á viðeigandi hátt með farvarnir að leiðarljósi.
Að síðustu verður ýtt við þátttakendum og þau hvött til að hlúa fyrst að eigin andlega heilbrigði, áður en þau eru fær um að hlúa að geðheilbrigði þeirra sem í kringum þau eru og fjallað verður um einfaldar og árangursríkar leiðir til að gera það.
Hver verður með okkur?
Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur og með áralanga reynslu sem slíkur. Helena er einnig stofnandi og framkvæmdastjóri Mental ráðgjafar
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.