Á Dokkufundinum veltir Helga Jóhanna upp spurningunni hvernig auka megi styrk sálfræðilega samningsins strax í upphafi ráðningaferlisins og spara þannig kostnað, tíma og fyrirhöfn auk þess að auka gæði ráðninga.
Á meðal þess sem skoðað verður er hversu mikið vægi einstaklingshlið sálfræðilega samningsins fær á fyrstu stigum í ráðningaferlinu, hvernig nýta megi tæknina til að styrkja sálfræðilega samninginn og sjálfvirknivæða tímafreka verkþætti.
Eins verður litið til hvernig ráðningarferlar geti betur stutt við jafnréttis- og inngildingaráherslur vinnustaða og aukið árangur.
Hver verður með okkur?
Helga Jóhanna Oddsdóttir, stofnandi og eigandi Opus Futura
Hvar verðum við?
Á vefnum – á Teams