Við ráðningu starfsmanns er jafnan horft til þess hve vel persónuleiki hans fellur að fyrirtækinu. Notkun persónuleikaprófa til þess að leggja mat á persónuleika umsækjenda hefur verið töluverð á undanförnum árum. Aukin notkun þeirra er talin vitnisburður um fagmensku í ráðningarferli þar sem forspá persónuleikaprófa um frammistöðu er talin góð.