- This event has passed.
BEZTA námskeið: Leiðbeinandi samtöl

STAÐNÁMSKEIÐ
Leiðbeinandi samtöl – tökum strax á málunum.
Um námskeiðið
Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 27. janúar, kl. 9-12.
Á námskeiðinu verður farið yfir undirstöðu atriði leiðbeinandi samtala og hvernig dæmigert samtal fer fram frá A til Ö. Fjallað verður um hlutverk og viðhorf stórnandans og hvernig best sé að taka á óæskilegri hegðun á formlegan og skipulagðan máta.
Helstu þættir námskeiðsins eru:
- Hvað: Hugmyndafræði leiðbeinandi samtala og hlutverk stjórnandans.
- Ávinningur: Hagnýtar leiðir til að takast á við verkefnið, þjálfun í samtalinu.
- Verkfæri: Hvernig lítur leiðbeinandi samtal út og hvernig framkvæmi ég það.
- Innsýn: Skilningur á því hvenær sé gott að nýta verkfærið og hvað þarf til að brjóta ísinnn.
- Samskipti: Hve hugarfar stjórnandans er mikið lykilatriði og virk hlustun.
- Forvarnir: Hvernig hægt er að koma í veg slík samtöl með skýrleika og væntingastjórnun í upphafi ráðningarsambands.
Markmið námskeiðsins:
Auk þess að öðlast dýpri skilning á leiðbeinandi samtölum sem aðferð, ættu þátttakendur að geta nýtt sér nálgunina til þess að grípa inn í krefjandi starfsmannamál á fyrri stigum.
Að námskeiði loknu ættu þátttakandur að gera svarað eftirfarandi spurningum:
- Hvað er leiðbeinandi samtal og hvernig beitum við því verkfæri við stjórnun?
- Hvaða þýðingu hefur að að hefja ráðningarsambandið á réttum nótum?
- Hvað er sálfræðilegi samningurinn?
- Hvaða gögn þarf að hafa til stuðnings?
- Hver er grunnfærni markþjálfans og hvernig nýtist sú færni í krefjandi samtölum?
- Að vinna með eigið hugarfar fyrir samtalið.
- Samtalið frá A til Ö ásamt undirbúningi.
- Eftirfylgni samtalsins
- Hagnýtar æfingar
Af hverju þetta námskeið?
Reynslan hefur sýnt að eitt af því sem að stjórnendum finnst hve erfiðast að takast á við í sínu starfi er að leiðrétta hegðun sinna starfsmanna. Óásættanlegt hegðun getur haft mismunandi birtingarmyndir, allt frá beittum húmor yfir í ókurteisi eða í verstu tilfellum einelti. Allir stjórnendur þurfa á einhverjum tímapunkti að takast á við slíkar áskoranir í starfi sínu og þá gildir að hafa réttu verkfærin. Leiðbeinandi samtöl eru ein leið til að takast á við slík verkefni og geta veitt stjórnendum það öryggi sem til þarf að brjóta ísinn og hefjast handa.
Fyrir hverja er námskeiðið?
- Stjórnendur og millistjórnendur fyrirtækja
- Mannauðsstjóra sem vilja bæta við sig verkfærum í krefjandi samtölum
- Leiðtoga og teymisstjóra sem vilja hafa færnina til að taka á slíkum samtölum
- Lykilfólk í meðalstórum og minni fyrirtækjum með mannaforráð
- Alla þá sem hafa áhuga á að fá aukið færni sína í að taka á erfiðum málum innan síns hóps
Leiðbeinandi:
Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.
Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation.
Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.
Verð:
Almennt verð er kr. 34.900
EN fyrir starfsmenn aðildarfyrirtækja Dokkunnar kr. 29.900
OG – ef keypt eru 2 sæti eða fleiri er veittur sérstakur 10% afsláttur og er verðið þá kr. 26.910 fyrir hvert sæti til starfsmanna aðildarfyrirtækja og kr. 31.410 til annarra.
Hvar?
Í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík