fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Hvernig gervigreind eflir sköpunargleði starfsfólks 

13. september 2023 @ 09:00

Hvaða áskorun vilt þú leysa í þínu starfi? Hvaða tól ertu með til þess að leysa hana á skapandi máta?

Hvaða áskorun vilt þú leysa í þínu starfi? Hvaða tól ertu með til þess að leysa hana á skapandi máta?
Ein besta leiðin til þess að fá góða hugmynd er að fá margar hugmyndir. Steve Jobs talaði oft um grein sem hann las í Scientific American þar sem fjallað var um orkuþörf dýra til að koma sér á milli staða. Fuglinn Kondór er það dýr sem var á toppnum yfir minnstu orkuþörfina, en með uppfinningunni á hjólinu komst maðurinn langt fram úr Kondórnum.
Steve Jobs talaði oft um að tölvan væri líkt og hjólið fyrir hugann okkar. Núna er gervigreindin þetta hjól fyrir sköpunargleðina okkar. Gervigreind getur hjálpað okkur að fá margar mismunandi hugmyndir og á þessum fyrirlestri mun Birna Dröfn fara yfir hvernig gervigreind getur hjálpað okkur að efla sköpunargleði starfsfólks og ýtt þannig undir nýsköpun og árangur fyrirtækja.

Hver verðurmeð okkur?

Birna Dröfn Birgisdóttir

Birna Dröfn hefur brennandi áhuga á sköpunargleði og hefur rannsakað hana í doktorsnámi sínu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og vinnustofur um sköpunargleði (www.sköpunargleði.is) og hún er meðstofnandi Bulby (www.bulby.com) sem er sköpunargleðihugbúnaður, sem nýtir gervigreind og byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleðina.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
13. september 2023
Tími
09:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.