fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Að skapa skilyrði og menningu þar sem fólk getur unnið sem best saman við stöðugan lærdóm og betrumbætur

8. mars 2023 @ 09:00 - 09:45

Allflest fyrirtæki og skipulagsheildir eru að kljást við krefjandi kringumstæður og vandamál í dag.

Viðskiptaumhverfi hefur á síðastliðnum 1-2 áratugum hratt þróast frá því að byggja á vissum fyrirsjáanleika þar sem langtíma skipulag skilaði góðum árangri; yfir í flóknari og flæktari aðstæður þar sem augljós svör og lausnir eru undantekningin frekar en reglan.Síðustu 4-5 ár hafa sérstaklega kennt okkur þessa lexíu.

Þegar langtímaplön hætta að virka og einfaldar og augljósar lausnir duga ekki til að leysa vandamál og áskoranir… hvað er þá til ráða? Í stuttu máli þurfum við að öðlast aukna lipurð og aðlögunarfærni.

Á Dokkufundinum verður meðal annars farið í gegnum:

  • Muninn á einföldum vs. flóknum vs. “óþekkum” vandamálum
  • Nálganir og prinsipp sem virka vel á þessar ólíku tegundir áskorana
  • Hvernig við getum byrjað með uppgötvunarferli (Discovery) í stað þess að mæta til leiks með staðlaðar lausnir

Hverjir verða með okkur?

Ingsa og Helgi, sem eru stofnendur Orgz og sérhæfa sig í að hjálpa stjórnendum og teymum þjálfa upp og tileinka sér akkúrat þá getu og færni.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
8. mars 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.