fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Áhrifarík stjórnun: Að vera skýr, hugrakkur og styrkja teymið

14. mars @ 09:00 - 09:45

Hvað þarf til að stjórnandi geti leitt af öryggi, verið hvetjandi við starfsfólk sitt og skapað árangursríka vinnumenningu?

Sterk forysta snýst ekki um vald heldur um skýra sýn, hugrekki og getu til að styrkja teymið sitt. Á Dokkufundinum munum við skoða hvernig stjórnendur geta byggt upp traust, skapað sálfræðilegt öryggi og notað teymisþjálfun til að efla starfsfólk. Þegar stjórnun byggir á skýrleika og stuðningi verður vinnustaðurinn ekki aðeins árangursríkari, heldur einnig betri fyrir alla.

Hver verður með okkur?

Berglind Björk Hreinsdóttir er stjórnendaráðgjafi með yfir 20 ára reynslu í mannauðsstjórnun. Hún sérhæfir sig í áfallastjórnun, sáttamiðlun og vinnustaðagreiningum og styður stjórnendur við að byggja upp sterka vinnustaðamenningu og auka starfsánægju.

Harpa Þrastardóttir er stjórnendaráðgjafi með reynslu af mannauðs- og fræðslumálum ásamt gæða-, umhverfis- og heilsu- og öryggisstjórnun. Hún með MSc gráður í iðnaðarverkfræði og ICF markþjálfi. Harpa hefur stýrt fjölbreyttum teymum bæði á almennum og opinberum markaði.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
14. mars
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.