fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Viðhorf og reynsla mannauðssérfræðinga hérlendis á aðgerðum sem tengjast jafnvægi milli vinnu og einkalífs

12. desember 2024 @ 09:00 - 09:45

Umræðan um hugtakið jafnvægi milli vinnu og einkalífs hefur verið áberandi í ljósi mikilvægi þess fyrir vellíðan starfsfólks og árangur fyrirtækja og stofnana, en það er orðið eitt mikilvægasta verkefni mannauðssérfræðinga í dag. Með tilkomu breytinga á vinnumarkaðnum síðustu áratugi í formi breytts vinnufyrirkomulags hefur það ýtt undir mikilvægi þess að leita frekari leiða við að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Ásamt því að umræða um fjögurra daga vinnuviku hefur reitt sér til rúms sem möguleg leið til að bæta jafnvægið. 

Á Dokkufundinum fer Karen yfir helstu niðurstöður úr meistararannsókn sinni þar sem tilgangurinn var að kanna hvaða aðgerðir mannauðssérfræðingar hérlendis grípa til að bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs starfsfólks og kanna hvert viðhorf þeirra er til fjögurra daga vinnuviku. Ásamt því að kanna vinnufyrirkomulag fyrirtækja eftir ólíkum starfsgeirum, stærð og aldri.

Hver verður með okkur?

Karen Engilbertsdóttir, MS í mannauðsstjórnun

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
12. desember 2024
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.