fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Óstaðbundin störf: Tækifæri og áskoranir

21. nóvember 2024 @ 09:00 - 09:45

Á Dokkufundinum verða kynnar niðurstöður nýrrar rannsóknar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um reynsluna af óstaðbundnum störfum. Óstaðbundin störf eru störf á vegum opinbera stofnana sem sinnt eru utan höfuðstöðva stofnana um allt land. Um er að ræða umfangsmestu rannsókn sem framkvæmd hefur verið um reynsluna af óstaðbundnum störfum hér á landi.

Bylting hefur orðið í fjarvinnu eftir Covid og hefur það haft áhrif á óstaðbundin störf. Óstaðbundin störf auðvelda fólki að skipta um starf án þess að flytja maka og fjölskyldu milli landshluta vegna starfs, en geta einnig auðveldað fólki sem vill flytja á nýjan stað að taka starfið með sér. Mannauðsstjórar telja einn helsta kost óstaðbundinna starfa vera að geta boðið fólki upp á búsetufrelsi og þannig stutt við betri samræmingu vinnu- og fjölskyldulífs.

Óstaðbundnum störfum fylgja þó einnig áskoranir. Þrátt fyrir tækniframfarir er einn helsti galli óstaðbundinna starfa að mati fólks sem sinnir þeim fjarlægðin frá samstarfsfélögum og áhrif þess á samskipti. Fjarlægðin skapi galla þegar þarf að ná í einhvern með stuttum fyrirvara. Dæmi er um að fólk hafi sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk.

Hver verður með okkur?

Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA).

Sæunn býr sjálf á Siglufirði en stundar vinnu á Akureyri og þekkir því persónulega reynsluna af fjarvinnu og áhrifum hennar.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Details

Date:
21. nóvember 2024
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.