Á þessum Dokkufundi verður farið yfir hlutverk og starfshætti innri endurskoðenda og hvernig innri endurskoðun getur stuðlað að bættum rekstri og aukinni skilvirkni. Einnig verður fjallað um mikilvægi öflugs innra eftirlits innan fyrirtækja og stofnana til að tryggja áreiðanleika upplýsinga, draga úr áhættu og styrkja stjórnun.
Björg Ýr Jóhannsdóttir, formaður Félags um innri endurskoðun
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn þegar hann hefst fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.