- This event has passed.
Þögli herinn, hver er hann og hver eru áhrif hans?
13. september @ 09:00 - 09:45
Þögli herinn er almennt séð þéttskipaður öflugu, góðu og heiðarlegu starfsfólki sem á það sameiginlegt að sjá að eitthvað er ekki í lagi á vinnustaðnum þegar kemur að hegðun, frammistöðu, þjónustu eða árangri, en segir samt ekki neitt. Þögli herinn er ekki alltaf mjög sýnilegur á vinnustöðum þó hann geti verið afar fjölmennur. Hann ástundar engan hernað en bíður oft átekta eftir að málin leysist af sjálfu sér. Þögli herinn lætur hluti yfir sig ganga, pirrar sig gjarna á hlutunum og talar um þá í vel völdum hópi á bak við tjöldin. En hann ávarpar helst ekki vandamálin og aðhefst ekki neitt.
Hvers vegna ætli það sé raunin? Það er sannarlega ekki herskylda í þögla hernum.
Á Dokkufundinum verður farið vítt og breitt yfir tilurð og áhrif þögla hersins, sem og ávinninginn af því að gefa þögla hernum rödd, leysa hann upp og virkja hann frekar til góðra verka.
Hver verður með okkur?
Sigríður Indriðadóttir, mannauðsfræðingur og stjórnendaráðgjafi hjá SAGA Competence
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.