fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fjármálin: Að safna eða greiða upp / inná húsnæðislánið

20. febrúar @ 09:00 - 09:45

Mörg okkar velta því fyrir sér hvort sé hagstæðara að leggja sparnaðinn inn á sparnaðarreikning í banka eða jafnvel greiða hann inn á húsnæðislánið.

Á Dokkufundinum leitum við svara við þessari spurningu og fleirum sem tengjast fjármálunum okkar. Þau sem verða með okkur eru sérfræðingar frá Aurbjörgu en Aurbjörg er fjártæknivefur sem hjálpar þér með fjármál heimilisins og markmiðið er einnig að auka fjármálalæsi, auka gagnsæi og aðstoða neytendur við ákvarðanir tengdar fjármálum.

Hver verður með okkur?

Jón Snæbjörnsson, sérfræðingur frá Aurbjörgu mætir og tekur bæði dæmi af sparnaði og lánagreiðslum.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
20. febrúar
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.