Faðir Ingridar var með þeim fyrstu í Hollandi til að fá dánaraðstoð (á löglegan hátt) í apríl 2002, aðeins 11 dögum eftir að lögin um dánaraðstoð tóku gildi þar í landi.
Ingrid mun segja sögu föður síns og ræða þetta mikilvæga og viðkvæma málefni. Hún er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem var stofnað 2017. Markmið félagsins er m.a. að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð og vinna að því að samþykkt verði löggjöf um það að við vissar, vel skilgreindar aðstæður, og að uppfylltum ströngum skilyrðum, verði dánaraðstoð mannúðlegur valkostur fyrir þá sem kjósa að deyja á eigin forsendum.
Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.