fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Breytingaskeiðið – já þú last rétt, breytingaskeiðið og áhrif þess á starfsferilinn og vinnustaði

15. september 2023 @ 09:00 - 10:00

Á Dokkufundinum ætlar Halldóra að leitast við að svara eftirfarandi spurningum og af hverju þær eru mikilvægar.

  1. Hvernig er talað um breytingaskeiðið á þínum vinnustað – er talað um það?
  2. Hvað er breytingaskeiðið og hvernig hefur það áhrif inn á vinnustaðinn?
  3. Þurfa karlmenn að vita eitthvað um þetta skeið?
  4. Hvernig getur vinnustaðurinn orðið breytingaskeiðsvænn?
  5. 1 af hverjum 10 konum á breytingaskeiðsaldri dettur út af vinnumarkaðnum – hvað veldur?

Hver verður með okkur?

Halldóra Skúladóttir, markþjálfi sem sérhæfingu á sviði breytingaskeiðs kvenna

Halldóra sækir sérhæfingu sína m.a. til CPHT UK – Menopause & Hypnotherapy og frá Newson Health Research and Education – Confidence in the menopause.

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

Upplýsingar

Dagsetn:
15. september 2023
Tími
09:00 - 10:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.