- This event has passed.
Nokkrar hugleiðingar varðandi starfsferilinn
14. september 2023 @ 09:00 - 09:45
Hver er þín faglega framtíðarsýn? Hvert ert þú að stefna faglega og ekki sýst hvað er starfsferill? Eins kjánalega og það hljómar er það samt oft þannig að við vitum ekki hvað við viljum starfa við en vitum hvað við viljum ekki! En hver er munurinn?
Á Dokkufundinum verður leitast við að svara spurningunni, hvað er starfsferill, hvernig þú getur tekið starfsferil þinn föstum tökum skv. því sem þú vilt og er þér í hag.
Einnig verður fjallað um ávinning af því að taka starfsferil sinn föstum tökum og af fullri meðvitund. Farið verður yfir hverjir eru mögulegir áhrifavaldar okkar á starfsferlinum og hvernig getum við nýtt okkur tengslanetið á starfsferlinum.
Hver verður með okkur?
Anna María Þorvaldsdóttir, executive MBA, stjórnenda-markþjálfi og fjallageit
Anna María hefur innsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis, þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri í yfir 20 ár hjá fyrirtækjum í ýmsum greinum atvinnulífsins. Einnig hefur hún aðstoðað fjölmarga einstaklinga í því að endurskoða starfsferil sinn og setjast í bílstjórasætið en ekki vera farþegi á eigin starfsferli.
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.