- This event has passed.
Vottun frá Great Place To Work – hvað þýðir slík vottun?
14. apríl 2023 @ 09:00 - 09:45
Great Place to Work vottun byggir á 30 ára rannsóknum til að leggja mat á vinnustaðamenningu og sýna þér hvernig þinn vinnustaður kemur út í samanburði við þá bestu í heimi.
Á Dokkufundinum fáum við að vita meira um vottanir Great Place to Work, hvað þarf til að fá vottun, hverjir fá vottun og af hverju ættu fyrirtæki að sækjast eftir vottun frá Great Place to Work.
Hverjir verða með okkur?
Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri hjá Great Place to Work
Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.