fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Vöxtur starfsfólks er partur af menningu vinnustaðarins – Vaxtarsprotar OR

15. mars 2023 @ 09:00 - 09:45

Heimurinn er að breytast á meiri hraða en nokkru sinni fyrr og við sem fyrirtæki þurfum að fylgja með til að ná árangri. Það þýðir að við þurfum að vera lærdómsfús, nýskapandi og stórhuga. Ánægt starfsfólk sem fær tækifæri til að vaxa nær meiri árangri og skilar meira virði til viðskiptavina og samfélagsins. Nýsköpun í fræðslu og þjálfun starfsfólks gegnir þar lykilhlutverki. Á Dokkufundinum verður gerð grein fyrir hvernig lögð er stund á nýsköpun í fræðslustarfi OR samstæðunnar með verkefninu Vaxtarsprotar OR (Growth Agents).

Verkefnið Vaxtasprotar gengur út á að breyta menningu samstæðunnar með því að þjálfa fólk í nýrri færni og  innleiða vaxandi hugarfar.

Kjarninn í vaxtarsprota vegferðinni:

  • Greina og setja þarfir viðskiptavina í fyrsta sætið
  • Nýta „agile design“ aðferðafræði
  • Hvernig setja má fókus á að skapa virði og mikilvægi forgangsröðunar
  • Hvernig hægt er að styrkja samvinnu og samskiptafærni með því að skilja betur ólík sjónarmið, væntingar og þarfir ólíkra einstaklinga, teyma eða fyrirtækja
  • Hvernig stjórnum við eigin orkustigi og hámörkum árangur

OR samstæðan sinnir viðamiklum rekstri í gegnum fjögur dótturfélög og er hlutverk samstæðunnar að leggja grunn að lífsgæðum. Framtíðarsýnin okkar er að auka lífsgæði og samfélagsábyrgð með viðskiptavininn, starfsfólk og reksturinn í forgangi.

Hver verður með okkur?

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

 

Upplýsingar

Dagsetn:
15. mars 2023
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.