fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Launagreiningar: Vogarskálar til umbóta

4. nóvember 2021 @ 09:30 - 10:15

Launagreiningar eru hluti af jafnlaunakerfum og þeim er ætlað að taka kerfisbundið út alla þá þætti sem hafa áhrif á laun og kjör. Í þessu erindi mun Gyða fjalla um hvernig er hægt að nýta aðhvarfsgreiningar til að rýna í laun út frá verðmæti starfa. Einnig verður farið yfir hvernig er hægt að nýta einfaldari mælingar til að setja markmið. Greiningar þurfa ekki að vera flóknar til að virka vel við markmiðasetningu. Í erindinu verður stiklað á stóru um hvernig á að meta óleiðréttan og leiðréttan launamun, niðurstöður launagreininga innan starfahópa, aðhvarfsgreining sem byggir á stigagjöf, frávikagreining út frá aðhvarfsgreiningu. Hvað ef það eru bara karlar eða bara konur í viðmiðunarhópnum?

Hver verður með okkur?

Gyða Björg Sigurðardóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ráði

Gyða Björg Sigurðadóttir er stofnaði ráðgjafastofuna Ráður árið 2018 sem sérhæfir sig í þjónustu og þróun jafnlaunakerfa. Hún er með Bsc. í rekstrarverkfræði, hefur fengið nýsköpunarstyrk námsmanna og frumherjastyrk Rannís til að þróa lausnir fyrir launagreiningar. Hún er formaður faghóps um jafnlaunastjórnun hjá Stjórnvísi og situr í stjórn Staðlaráðs Íslands. Hún kennir námskeið um launagreiningar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og hefur framkvæmt greiningar fyrir fjölda fyrirtækja, stofnan og sveitafélaga.

Gyða er frumkvöðull og jarðýta. Gyða kemur sínum hugmyndum í framkvæmd og nær að plata fólk með sér í að breyta heiminum. Rannís styrkti nokkrar hugmyndir og úr því varð að Ráður var stofnað. Hún situr yfir greiningatólum dögunum saman og hefur sérlegt dálæti af stöðlum. Hún situr í stjórn Staðlaráðs og finnst ekkert skemmtilegra en að ræða íorðasafn ISO 9000.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

Details

Date:
4. nóvember 2021
Time:
09:30 - 10:15
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.