fbpx
Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Baráttan um hæfnina – hvernig finna fyrirtæki og halda í hæfa stjórnendur?

27. október 2021 @ 09:00 - 09:45

Hvernig finna fyrirtæki og halda í hæfa stjórnendur? Þetta er spurningin sem þeir Tinni og Andrés hjá Góðum samskiptum, ætla að svara á Dokkufundinum. Þá munu þeir einnig gefa okkur innsýn í stöðuna á ráðningarmarkaðnum þessa dagana og fjalla um hvaða hæfni sé mikilvægust í fari nútíma stjórnenda.

Nánar um þá sem verða með okkur?

Tinni Jóhannesson er partner og ráðningarstjóri hjá Góðum samskiptum. Hann starfaði áður við ráðgjöf og ráðningar hjá Capacent, Waterstone Human Capital, DeGroote School of Business í Kanada. Tinni er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá sama skóla. Hann sinnir nú aðstoðarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Andrés Jónsson er partner og stofnandi hjá Góðum samskiptum. Hann hefur starfað við stjórnendaráðgjöf og stjórnendaleit um árabil. Hann kenndi námskeiðið “Miðlun upplýsinga” í MBA-námi Háskóla Íslands sem meðal annars fjallar um starfsframastjórnun um fimm áraskeið, ásamt Þórhalli Gunnarssyni.

Misstir þú af fundinum?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.

Details

Date:
27. október 2021
Time:
09:00 - 09:45
Event Category:

Venue

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.