Hvernig finna fyrirtæki og halda í hæfa stjórnendur? Þetta er spurningin sem þeir Tinni og Andrés hjá Góðum samskiptum, ætla að svara á Dokkufundinum. Þá munu þeir einnig gefa okkur innsýn í stöðuna á ráðningarmarkaðnum þessa dagana og fjalla um hvaða hæfni sé mikilvægust í fari nútíma stjórnenda.
Tinni Jóhannesson er partner og ráðningarstjóri hjá Góðum samskiptum. Hann starfaði áður við ráðgjöf og ráðningar hjá Capacent, Waterstone Human Capital, DeGroote School of Business í Kanada. Tinni er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá sama skóla. Hann sinnir nú aðstoðarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.
Andrés Jónsson er partner og stofnandi hjá Góðum samskiptum. Hann hefur starfað við stjórnendaráðgjöf og stjórnendaleit um árabil. Hann kenndi námskeiðið “Miðlun upplýsinga” í MBA-námi Háskóla Íslands sem meðal annars fjallar um starfsframastjórnun um fimm áraskeið, ásamt Þórhalli Gunnarssyni.
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.