- This event has passed.
„Hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ – Líf og stjórnun í farsóttarhúsi

Á þessum 45 mínútna Dokku-fundi munum við kynnast lífinu, gleðinni og sorginni í sóttvarnar- og farsóttarhúsum. Hvernig er stjórnun háttað þegar agi og sóttvarnir þurfa að ráða ríkjum og verkefnin eru erfið en samt þarf að vera svo gaman í vinnunni að sjálfboðaliðar og starfsfólk vilji mæta aftur? Hvernig er að vinna undir mikilli tímapressu við úrlausn óþekkts verkefnis á algjörum óvissutímum?
Gylfi mun segja frá starfi sínu síðastliðið ár en hann var ráðinn af Rauða krossi Íslands í febrúar 2020 til að takast á við óvenjulegt verkefni – að opna farsóttarhús vegna heimsfaraldurs. Fyrst um sinn var farsóttarhúsið á Rauðarárstíg eingöngu mannað af sjálfboðaliðum en síðan þá hefur Rauði krossinn haft umsjón með sóttvarnar- og farsóttarhúsum víða um land og eru starfsmenn þeirra í dag um 80 talsins.
Hver?
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður Sóttvarnarhúsa Rauða kross Íslands
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðun á milli.