fbpx
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Gagnrýnin hugsun bjargar okkur úr viljum vanans

12. maí @ 09:00 - 09:45

Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í tengslum við það hvernig hún getur bjargað okkur úr viðjum vanans. Einungis gagnrýnin viðhorf geta varpað ljósi á veilur í skaðandi hefðum sem eiga það til að búa um sig í ólíkri menningu stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls. En hvað gerist þegar við stöndum frammi fyrir nýjum og jafnvel óvæntum áskorunum? Er gildi gagnrýninnar hugsunar jafn mikilvægt í þeim aðstæðum?

Á Dokkufundinum mun Henry Alexander spjalla um um hvað við höfum lært um gildi gagnrýninnar hugsunar í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og hvaða lærdóma má draga af viðbrögðum samfélagsins við þennan vágest.

Hver?

Henry Alexander Henrysson. Auk háskólakennslu hefur Henry um árabil haldið fyrirlestra og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir um siðferðilega og vandaða ákvarðanatöku. Eftir hann hafa komið út bækur og fræðigreinar á sviði heimspeki ásamt fjölda blaðagreina um samfélagsmál.

Hvar?

Á vefnum

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
12. maí
Tími
09:00 - 09:45
Viðburður Category:

Staðsetning

Á vefnum

Skráðu þig inn til að taka þátt í fundi.