- This event has passed.
Sjálfbærni – vesen eða tæknifæri til róttækra umbóta?

Er sjálfbærni hið nýja hugtak yfir samfélagslega ábyrgð?
Hver er staðan og hvert erum við að fara – er hægt að mæla og staðfesta sjálfbærni?
Gunnar Sveinn Magnússon, Íslandsbanka
Stutt myndbrot um sjálfbærni og loftslagsvá – hver er staðan í dag og nánustu framtíð?
Þóra Rut Jónsdóttir, Advania
Heimsmarkmið í praktík – hvernig hvetjum við fleiri konur til starfa í upplýsingatækni?
Þóra Rut mun seja okkur frá hvernig Advania hefur nálgast sjálfbærni vegferðina og hvernig þau eru að innleiða heimsmarkmiðin með að hrinda af stað verkefnum sem styðja við þau. Konur eru einungis fjórðungur af þeim sem starfa við upplýsingatækni og Þóra ætlar að velta upp spurningunni, hvernig tengjast jafnréttismál sjálfbærni – og hvernig Advania hyggst vinna að bættu kynjahlutfalli með því að hvetja fleiri konur í tækni. Við fáum fréttir af nýlegu samstarfsverkefni Advania og fleiri og hvernig til tókst.
Sigurpáll Ingibergsson, ÁTVR
Sjálfbærni er tækifæri – fjarhagslegur ávinningur
Mikið af fólki heldur að sjálfbærni fylgi kostnaður, það er ekki rétt, sjálfbærni er tækifæri. Þú skerð þig úr. Sigurpáll mun sýna okkur dæmi um fjárhagslegan ávinning af innleiðingu af sjálfbærni hjá ÁTVR og ávinningurinn er fléttaður saman við ávinning í umhverfis- og samfélagsmálum.
Sigurður Harðarson, iCert vottunarstofu og Kåre Appel Weng hjá DNV GL Business Assurance i Denmark
Staðfesting á sjálfbærni og Heimsmarkmiðum SÞ
Vinna við sjálfbærniverkefni leiðir okkur að fjölbreyttum upplýsingum úr mörgum áttum. Fæstir sem leggja í þessa vegferð vilja birta árangurstengdar upplýsingar án þess að fá þær að einhverju leiti staðfestar. Viðmiðunarreglur sem stuðst er við benda margar á mikilvægi þess að leita til utanaðkomandi aðila til staðfestingar á yfirlýsingum. Vottunarstofur bjóða fyrirtækjum og stofnunum úttektir í samanburði við ytri kröfur. En hvernig er staðið að því að fá hlutlaust mat á stöðunni gagnvart Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna?
Misstir þú af fundinum?
Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn þá þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna.