
Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma!
Þú lærir:
Að búa til Pivot töflur og hvernig hægt er að nota þær við gagnagreiningu í Excel.
Námskeiðið er fyrir:
Alla þá sem vilja nota Excel á skilvirkari hátt til að ná fram verðmætum upplýsingum fyrir reksturinn og nota tímann sinn betur.
Af hverju þetta námskeið?
Í öllum þeim gögnum sem finnast í nútíma fyrirtækjum leynast dýrmætar upplýsingar sem geta auðveldað stjórnendum að taka upplýstar ákvarðanir. En til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir þarf að vera til staðar þekking til að vinna gögnin. Pivot töflur eru að margra mati eitt öflugasta verkfæri í Microsoft Excel þar sem auðvelt er að búa til og breyta með nokkrum músarklikkum ýtarlegar og vel uppsettar skýrslur. Að kunna að gera Pivot töflur hjálpar þér að umbreyta gögnum í upplýsingar á mun skemmri tíma en áður og kannski í leiðinni að styrkja þig í sessi sem verðmætan starfsmann með gagnlega kunnáttu.
Um námskeiðið
Námskeiðið er stutt og hagnýtt þar sem farið verður í gegnum eftirfarandi þætti:
- Hvað er Pivot tafla og hvað gerir Pivot töflu að eins góðu verkfæri og raun ber vitni
- Hverju þarf að huga að varðandi uppsetningu á gögnum fyrir Pivot töflur
- Hvernig hægt er að nota skilyrta liti og letur (conditional formatting)
- Hvað er sía og sneiðari (filter og slicer) og hvernig hægt er að tengja saman margar töflur
- Hvernig hægt er að nota Pivot gröf til þess að setja gögn fram á myndrænan hátt
- Leiðbeinandi mun útskýra og tala um efnið og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og spreyta sig sjálfir.
Þátttakendur þurfa að koma með fartölvu með þráðlausu netkorti og Excel útgáfu 2013, 2016, 2019 eða Excel 365.
Markmið námskeiðsins
- Þá sem hafa áhuga á að auka skilvirni sína við gagnavinnslu í Excel.
- Þá sem vilja nýta tíma sinn betur með því að læra á Excel verkfæri.
- Þá sem hafa grunnþekkingu á Microsoft Excel.
Leiðbeinandi
Guðlaug Erna Karlsdóttir
Guðlaug Erna er verkefnastjóri í Háskóla Íslands. Hún er viðskiptafræðingur frá HR og með Meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Árósum. Guðlaug hefur um árabil notað Excel við vinnu sína sem viðskiptafræðingur og búið til hin ýmsu verkfæri og skýrslur til eigin nota sem og fyrir aðra.
Guðlaug heldur úti heimasíðunni www.fruexcel.is
Staður og stund
Ákveðið síðar.
Verð
- Almennt verð er kr. 39.000.
- Fyrir aðildarfyrirtæki Dokkunnar kr. 32.100 – ef tveir eða fleiri frá sama aðildarfyrirtæki þá er verðið kr. 28.100.
- Ef tveir eða fleiri frá fyrirtæki sem ekki er í Dokkunni þá kr. 35.100.
Umsagnir um námskeiðið?
- Gargandi snilld! Það opnaðist nýr heimur fyrir mér!
- Besta excel námskeið sem ég hef farið á.
- Námskeiðið var kennt af fagmennsku, og kenndi mér margt sem ég mun nýta mér þegar kemur að því að sía þær upplýsingar sem ég þarf út úr gögnum.
- Mjög flott námskeið sem stóðst allar væntingar. Verkefnin raunhæf.
- Verkefnin voru virkilega vel upp sett og gagnleg.
- Stutt og laggott. Gott námskeiðsefni sem nýtist síðar.
- Þetta kenndi mér helling af nýjum möguleikum í Pivot töflum. Bíð eftir framhaldi af þessu.
- Ég hef hingað til notað pivot á takmarkaðan hátt!
- Guðlaug hafði einlægan áhuga á viðfangsefninu og sýndi ástríðu við að koma efninu til skila.