Loading Events

« All Events

Velferð á vinnustað – viðverustjórnun. Átaksverkefni hjá Kópavogsbæ

24. febrúar @ 09:00 - 09:45

Á þessum Dokkufundi fáum við að heyra um átaksverkefni hjá Kópavogsbæ um lækkun veikindafjarvista og heilsueflingu starfsfólks sem var sett af stað árið 2023 og ber heitið VELFERÐ Á VINNUSTAÐ.

Markmiðið með verkefninu er að draga úr fjarvistum starfsfólks og þ.a.m. veikindafjarvistum.
Einnig að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan með skýrri vísun í mannauðsstefnu Kópavogsbæjar.

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið til að sjá um útgáfu og innleiðingu samræmdrar viðverustefnu styðja við og fylgja stjórnendum eftir, vinna að fræðslu og ráðgjöf og halda utan um alla verkefnisþætti.

Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningu á verkefninu og jafnframt sóttu allir stjórnendur skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Hver verður með okkur?

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ.

  • Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri hjá Kópavogsbæ í rúm 4 ár.
    Hún starfaði þar á undan hjá Reykjarvíkurborg sem skrifstofustjóri starfsþróunar og starfsumhverfis, sem mannauðsstjóri hjá Marel og sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Marel um árabil. Sigríður Þrúður hefur einnig starfað sem stjórnendaþjálfari hjá Franklin Covey, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í fræðslu, starfsþróun og mælingum á starfsumhverfi á vinnustöðum.
  • Auður hefur starfað sem mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ í hlutastarfi í rúm tvö ár sem sérfræðingur í átaksverkefni um lækkun fjarvista og við að innleiða samræmda viðverustjórnun hjá öllum vinnustöðum bæjarins.
    Áður starfaði hún í átta ár sem mannauðsstjóri hjá VIRK, sem fræðslustjóri og mannauðsrágjafi hjá Samskipum og leiðtogi fræðslumála í Álverinu í Straumsvík.
    Þar á undan sem kennari og deildarstjóri grunnskóla í Reykjavík.

Hæfniþættir

Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.

Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist eftirfarandi hæfniþáttum:

Hvar verðum við

Á vefnum – í Teams

Details

  • Date: 24. febrúar
  • Time:
    09:00 - 09:45
  • Event Category:

Venue

  • Á vefnum