F*ck it og önnur fyrirbæri fyrir leiðtoga

Á þessum Dokkufundi ætlar reyndur stjórnandi að deila þeim fyrirbærum sem hafa hjálpað henni að halda bæði skýrleika og skapi – án þess að hætta að vera leiðtogi.
Hver verður með okkur?
Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa.
Hún hefur starfað í leiðtogahlutverkum lengur en hún getur munað.
Hún hefur séð trend koma og fara, stjórnunarlíkön koma og fara og eytt drjúgum tíma í leit að hinu eina rétta, endanlega svari.
Hún hefur lært – oft á erfiða mátann –að allt er ekki neyð, allt er ekki hennar ábyrgð og stundum er „Fuck it“ skynsamlegasta ákvörðunin í herberginu.
Hæfniþættir
Á Dokkufundum er lagt upp með að efla hæfni þátttakenda, til að viðhalda og auka atvinnuhæfni þeirra – og sem styðja þátttakendur almennt við að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á fundunum tengjum við ýmist við þá hæfniþætti sem WEF (World Economic Forum) hefur sagt að verði í mestri eftirspurn til næstu ára
eða þá hæfniþætti sem McKinsey hefur sagt að við þurfum á að halda til að dafna á vinnumarkaði framtíðarinnar og í samfélagi framtíðarinnar.
Á þessum fundi fá þátttakendur fróðleik sem tengist
- hæfniflokki WEF sem kallast Stjórnunarhæfni (e. Management Skills). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Mannauðsstjórnun
- Auðlindastjórnun og rekstur
- Gæðastjórnun
- hæfniflokki WEF sem kallast Sjálfsefling og -áhrif (e. Self efficacy). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Seigla, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
- Hvatning og sjálfsmeðvitund
- Forvitni og stöðugur lærdómur
- hæfniflokki McKinsey sem kallast Sjálfsforysta (e. Self-Leadership). Undir þann hæfniflokk falla hæfniþættirnir
- Sjálfsmeðvitund og sjálfsstjórn
- Að ná markmiðum
- Frumkvöðlahugsun
Hvar verðum við
Á vefnum – í Teams