I. ALMENNT
Persónuvernd þín skiptir máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga sem safnað er hjá Dokkunni, við skráningar vinnustaða og starfsfólks þeirra, og þá sem skrá sig á póstlista Dokkunnar.
Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu okkar.
II. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin meðal annars á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
III. ÁBYRGÐ
Fyrirtækið ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Dokkan slf. er löglegur stjórnandi persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti á póstfang dokkan@dokkan.is og með því að hringja í 860 0203.
IV. SÖFNUN OG NOTKUN
Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd, með þínu samþykki, getum við safnað persónuupplýsingum með eftirfarandi hætti og tilgangi:
- um nafn þitt, netfang og vinnustað með þínu samþykki til að geta gert þér kleift að nota vef- og samfélagsmiðlasíður okkar,
- um nafn þitt, netfang og vinnustað, við skráningar á viðburði á vegum okkar
- um nafn þitt, símanúmer og netfang til að geta svarað fyrirspurnum og brugðist við óskum þínum, til að svara spurningum þínum og athugasemdum,
- upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir heimasíðu okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað. Einnig eru skráðar upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar. Þessum upplýsingum er safnað með notkun vafrakaka (e. Cookies) en nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér neðar (sjá undir Vafrakökur).
V. MIÐLUN
Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.
Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu.
Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.
VI. ÞRIÐJU AÐILAR
Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota, ef við á.
VII. VERNDUN
Við leggjum mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar sem við höfum á skrá í kerfum okkar.
Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu.
VIII. VARÐVEISLA
Fyrirtækið reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við geymum persónupplýsingarnar þínar í þann tíma sem þú ert hluti af áskrift að Dokkunni.
IX. RÉTTINDI ÞÍN
Þú átt rétt á og getur óskað eftir að fyrirtækið veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.
Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í.
Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.
BREYTINGAR
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.dokkan.is.
VAFRAKÖKUR
Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðna. Einnig til þess að vefsíður muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína.
Af hverju notum við vafrakökur?
Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Það þýðir að mögulega er skráður tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans.
Hvernig er hægt að eyða vafrakökum?
Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafrans. Mismunandi er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálparvalmöguleika í helstu vöfrum. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar. Skrefin við að eyða vafrakökum eru mismunandi eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálparvalmöguleika í helstu vöfrum. Upplýsingar um hvernig stilla má vafra má finna á vefsíðu um vafrakökur: www.allaboutcookies.org