Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Af hverju forvarnir? Leiðir til jafnvægis og jákvæðrar virkni

4. desember 2025 @ 09:00 - 09:45

Á Dokkufundinum verður sagt frá forvarnarþjónustu Virk.

Forvarnaþjónusta VIRK er veitt einstaklingum og vinnustöðum með það að markmiði að auka vinnugetu einstaklinga. Stuðst er við þá þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan starfsendurhæfingar VIRK varðandi hindranir, verndandi þætti og aðstæður í vinnuumhverfinu.  Lögð er áhersla á að litið sé til ólíkra þátta er viðkoma líðan í vinnu.

Á Dokkufundinum verður farið yfir mikilvægi forvarna í tengslum við langvarandi álag. Einnig verður kynntur nýr forvarnarvefur VIRK sem er gagnvirkur vefur með fræðslu og ráðleggingum fyrir þau sem leita aukins jafnvægis í lífi og starfi. Á vefnum má meðal annars finna upplýsingar um nýja forvarnarþjónustu VIRK sem stendur starfsfólki, fyrirtækjum og stofnunum til boða.

Að lokum verður farið yfir þann árangur sem náðst hefur í nýrri forvarnaþjónstu VIRK fyrir einstaklinga.

Hver verður með okkur?

Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sviðsstjóri forvarna hjá Virk, starfsendurhæfingarsjóði-

Misstir þú af fundinum eða viltu rifja upp?

Skráðu þig á Dokkufundinn á hefðbundinn hátt og þú færð sendan tengil á upptöku frá fundinum. Allir sem eru skráðir á Dokkufundinn áður en honum lýkur fá sjálfkrafa senda upptökuna í tölvupósti.
Mikilvægt: Ef þú hefur áður skráð þig á fundinn en finnur ekki upptökuna í tölvupóstinum þínum, þarftu að afskrá þig af fundinum – en það er einfalt – þú smellir á „Skrá mig af þessum fundi“ hér fyrir neðan skráningarformið og skráir þig svo aftur – þá færðu staðfestingarpóst með tengli á upptökuna“.
ATH: þú þarft kannski að gera Refresh á síðuna á milli.

 

Details

  • Date: 4. desember 2025
  • Time:
    09:00 - 09:45
  • Event Category:

Venue

  • Á vefnum