Árangursrík teymi verða til þegar einstaklingar með ólíka styrkleika, reynslu og hæfileika vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Eitt af einkennum árangursríka teyma er færni þeirra til að vinna með og úr ágreining.
Á Dokkufundinum munum við skoða forsendur árangursríkra teyma og virða fyrir okkur hvernig ágreiningur birtist sem heilbrigður eða óheilbrigður ágreiningur. Einnig munum við velta fyrir okkur hvernig okkar eigið viðbragð styður við úrlausn ágreinings á heilbrigðan eða óheilbrigðan hátt.
Stuðst verður við aðferðafræði tengda teymisvinnu og ágreiningi í bland við eigin reynslu af málefninu, ásamt því að virkja þátttakendur í að skoða sínar eigin nálganir og viðbrögð tengdu málefninu.
Trausti hefur yfirgripsmikla reynslu í leiðtogahlutverki hérlendis sem erlendis síðastliðinn áratug. Ofan á bakgrunn í verkfræði og viðskiptum er Trausti starfandi sem framkvæmdastjóri Lotu ehf. verkfræðistofu og tekur einnig að sér leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur, verkefnastjóra og einstaklinga sem vilja vaxa í stjórnenda hlutverkinu ásamt því að hann heldur erindi um leiðtoga tengd málefni.
Á vefnum – í Teams?